Már viðurkennir að svar ráðherra hafi verið rangt

Ásmundur Einar sendi ráðherra skriflega fyrirspurn þann 13. nóvember 2012 um kostnað vegna málaferla Más Guðmundssonar gegn Seðlabankanum.

Spurningarnar voru:

"1. Hver var kostnaður Seðlabanka af málaferlum  

"2. Mun seðlabankastjóri greiða bankanum þann kostnað?" 

Svörin(31.1.2013) voru þau að kostnaður Seðlabankans væru rúmar 4 milljónir og að málsaðilar hvor um sig borgi þann kostnað sem þeir hafa stofnað til vegna málsins. Mikilvægasta setningin í þessu svari er:

Seðlabankastjóri áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar, sem hefur tekið málið til meðferðar, og því liggur ekki fyrir á þessari stundu hvort þessi niðurstaða er endanleg.

Eins og segir með þessari frétt: 

Á þessum tímapunkti var Már búinn að áfrýja og segir nú í viðtali að hann hefði ekki áfrýjan nema ef Bankaráð Seðlabankans hefði greitt hans hluta kostnaðarins.

Það er því ljóst að það lág fyrir þann 31. janúar að Seðlabankinn myndi greiða kostnað Más. Svar ráðherra er því ekki rétt. 

Þetta þarf að rannsaka enda alvarlegt að leita ekki eftir samþykki bankaráðs þegar peningum í almanneigu er útdeilt en jafnframt er alvarlegt að þær upplýsingar sem ráðherra fékk og veitti Alþingi voru rangar. 


mbl.is Hefði annars látið málið niður falla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásmundur Einar Daðason heitir maðurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.3.2014 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Lúðvík Júlíusson

Höfundur

Lúðvík Júlíusson
Lúðvík Júlíusson

Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður og hef m.a. áhuga á stjórn- og efnahagsmálum.  Önnur áhugamál eru lestur, útivist og tilveran.

Ég hvet fólk til þess að skrifa stuttar og hnitmiðaðar athugasemdir.  Kurteisi er kostur.

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband