Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Sigríður Ingibjörg að viðurkenna vandann

Þeir sem kaupa nú fasteignir með aflandskrónum eru aðallega þeir sem notfæra sér fjárfestingaleið Seðlabankans.  Samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabankanum þá hafa 13% þeirra króna sem keyptar hafa verið í útboðum bankans farið í fasteignakaup, ca 4,4 milljarðar króna.

Arion banki gaf nýlega út skýrslu sem sagði að með þeim 20% afslætti sem býðst með því að fara fjárfestingaleiðina þá væru fasteignir í Reykjavík á tombóluverði.

Það er því ekki lengur hægt að neita því að fjárfestingaleið Seðlabankans ýtir undir verðbólgu.

Þetta hef ég bent þingmönnum á, meðal annars Sigríði Ingibjörgu, og ég hlýt að fagna því að þeir séu nú farnir að hlusta.

Í grein sem birtist á Vísi.is þann 3. nóvember 2010 sagði ég meðal annars:

"Að hleypa inn aflandskrónum er eins og að prenta peninga, þeir sem fá þá fyrstir græða en allur almenningur tapar!  [..] viljið þið vera í hópi þeirra sem tapar enn einu sinni?"

"Í raun skiptir ekki máli í hvað [aflandskrónur] eru notaðar. Þær auka eftirspurn en auka ekki verðmætasköpun á sama tíma sem mun leiða af sér lækkun krónunnar og hærri verðbólgu."

Hér er viðtalið við Sigríði Ingibjörgu á Bloomberg.com.

Nú liggur fyrir frumvarp á Alþingi um sölu á eignarhlut ríkisins í viðskiptabönkunum.  Samkvæmt því frumvarpi munu sumir fjárfestar geta notað aflandskrónur til að kaupa hlut ríkisins með ca 20% afslætti.  Nú vona ég að Sigríður Ingibjörg taki undir tillögur mínar um að banna fjárfestum að greiða með aflandskrónum.  Þá getur hún sýnt hugsjón sína í verki.

(fréttin á mbl.is)


mbl.is Vill takmarka fjárfestingu í fasteignum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Lúðvík Júlíusson

Höfundur

Lúðvík Júlíusson
Lúðvík Júlíusson

Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður og hef m.a. áhuga á stjórn- og efnahagsmálum.  Önnur áhugamál eru lestur, útivist og tilveran.

Ég hvet fólk til þess að skrifa stuttar og hnitmiðaðar athugasemdir.  Kurteisi er kostur.

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband