Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015

Hagnaður bankanna árið 2014 og skatttekjur ríkissjóðs

Á síðustu dögum hefur mikil umræða átt sér stað um hagnað bankanna á árinu 2014. Hún hefur því miður oft verið mjög gildishlaðin og því óspennandi að taka þátt í henni.

Ég sótti upplýsingar um hagnað bankanna og tekjum ríkissjóðs fyrir árið 2014 og setti upp í töflu. Upphæðirnar í töflunni eru í milljónum króna.

Hagnaður og skattar 2014

Taflan sýnir að bankarnir högnuðust um tæpa 107 milljarða króna fyrir skatta. Eftir að bankarnir voru búnir að borga skatta og arð í ríkissjóð þá var hlutur þeirra 57 milljarðar en hlutur ríkisins tæpir 50 milljarðar.

Af þessu má draga þá ályktun að ríkissjóður og almenningur séu ekki að tapa heldur að hagnast verulega á umsvifum bankanna og stærð bankakerfisins.

Taflan sýnir einnig að Landsbankinn hefur lítið sem ekkert svigrúm til að lækka vexti til fyrirtækja og almennings því mest allur hagnaður hans rennur í ríkissjóð. Ríkisstjórnin hefur því bæði svigrúm og tækifæri til þess að nota peningana til að draga úr ójöfnuði með skattalækkunum og hækkun bóta.

Það verður áhugavert að fylgjast með því í næstu fjárlagagerð hvernig þessum skatttekjum verður ráðstafað.

 

Heimildir:

Afkoma Arionbanka

Íslandsbanki hf. Ársreikningur

Hagnaður Landsbankans

Landsbankinn greiðir 24 milljarða í arð


Um bloggið

Lúðvík Júlíusson

Höfundur

Lúðvík Júlíusson
Lúðvík Júlíusson

Ég er frjálslyndur jafnaðarmaður og hef m.a. áhuga á stjórn- og efnahagsmálum.  Önnur áhugamál eru lestur, útivist og tilveran.

Ég hvet fólk til þess að skrifa stuttar og hnitmiðaðar athugasemdir.  Kurteisi er kostur.

Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband